6.8.2009 | 10:18
Ljót aðkoma
Keyrðum framhjá þessu óhappi í gærkvöldi, þetta leit ekki vel út en lögregla og sjúkralið komið á staðinn þannig að við héldum áfram.
Keyrðum frá Reykjavík og til Akureyrar í gær setti krúsið ( skriðstilli ) á 96 við töldum 5 fellihýsi / tjaldvagna sem fóru fram úr okkur á þessari leið sem segir mér að þeir hafi allir verið vel yfir leyfilegum hámarkshraða með aftanívagna sem er 80 km/klst.
Númerin voru tekin niður samviskulega og verða afhent lögreglunni á Akureyri.
Jeppi eyðilagðist og hjólhýsi splundraðist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Guðmundur Ágúst Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað á lögreglan að gera við númerin? Veita tiltal?
Ekki miskilja, ég er fylgjandi því að tilkynna umferðarbrot og allt það - en það gerir lítið gagn að gefa löggunni bílnúmer löngu eftir hraðakstursbrot. Þarf ekki helst að reyna fá hana á staðinn þegar brot eru í gangi?
Steini (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 10:33
það getur vel verið að þetta endi í russlinu hjá þeim, okkur fannst bara að eitthvað yrði maður að gera eftir að hafa séð fellihýsi dansa kanta á milli eftir glæfralegan framúrakstur viðkomandi.
Eins er umhugsunarvert að við sáum ekki einn einasta lögreglubíl á þessari leið fyrr en þessa tvo hjá slysinu í Öxnadal.
Guðmundur Ágúst Svavarsson, 6.8.2009 kl. 10:42
Fór þarna framhjá í gær Þegar var verið að hífa leyfarnar af hjólhýsinu á vörubíl. Enn ég sá reyndar tvo löggubíla rétt við aðra svona 2x jeppar og kerru útaf ekki löngu áður enn ég kom á Blöndós og svo aftur einn bíl með sem var búinn að taka einn á lagflugi um 10 mínútur fyrir Akureyri.
Sá ekki nema þessa löggubíla alla leiðina frá RVK á EGS. Sá helling af bílum með hjólhýsi og fellihýsi bruna frammúr mér á 100+ á leiðinni jafnvel í myrkri og regni, þó að ég væri á 95 -100.
:O
svenni (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 11:59
Guðmundur.
Svolítið kaldhæðnislegt að þá segist þú hafa verið á 96 km/klst sem er ólöglegt líka. Skrifaðir þú ekki örugglega niður númmerið hjá þér og sendir til lögreglunnar.
Ómar Már Þóroddson (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 13:06
sæll Ómar
ég sé stóran mun á að aka 6 km yfir hámarkshraða eða jafnvel 30 km yfir hámarkshraða og það með aftanívag, vona að þú gerir það líka ef þú spáir aðeins í þetta.
Guðmundur Ágúst Svavarsson, 6.8.2009 kl. 14:41
Já og það er miklu betra að stela hundrað þúsund en einni milljón. þetta er svolítið skrítin hugsunarháttur að ef maður keyrir á pínu ólöglegum hraða þá sé maður betri en sá sem keyrir á aðeins meiri ólöglegum hraða. En mundu að það er ekki þitt að ákveða það.
Eins og sveppi og auddi myndu orða það " þarna skeistu á þig"
Guðmundur Þórðarson (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.